17. febrúar 2006
17. febrúar 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Áfram í gæsluvarðahaldi
Tveir menn frá Litháen sem hafa verið í gæsluvarðhaldi undanfarna daga vegna rannsóknar á fíkniefnamáli, sem varðar innflutning á amfetamíni í fljótandi formi, hafa í dag verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 24. febrúar í þágu rannsóknar málsins.
Þá hefur gæsluvarðhald yfir ungum manni sem sakaður er um innflutning á tæplega 4 kg. af amfetamíni verið framlengt um 6 vikur, eða til 31. mars n.k. Sá maður var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar þann 3. febrúar sl.