25. ágúst 2023
25. ágúst 2023
Aflamarksúthlutun fiskveiðiárið 2023/2024
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Aflmarki fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 hefur verið úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar fiskiskips og fengu 360 skip í eigu 282 aðila úthlutað. Úthlutun er tæp 337 þúsund þorskígildistonn. Úthlutun í þorski er rúm 166 þúsund þorskígildistonn en var tæp 164 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er rúm 55 þúsund þorskígildistonn og hækkar um 7 þúsund þorskígildistonn milli ára.
Fyrirtæki með hæstu úthlutunina:
Brim hf. 10,44%
Ísfélag hf. 7,00%
Samherji Ísland hf. 6,93%
Fisk Seafood ehf. 6,14%
Þorbjörn hf. 5,33%
Skip með hæstu úthlutunina:
Guðmundur í Nesi RE 13 (2626), Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með 11.056 þorskígildistonn
Sólberg ÓF 1 (2917), Ísfélag hf. með 9.840 þorskígildistonn
Örfirisey RE 4 (2170), Brim hf. með 7.978 þorskígildistonn
Af leyfðum heildarafla eru dregin frá 5,3% sem skiptast með eftirfarandi hætti:
Skel og rækjubætur 2.442 tonn
Byggðakvóti til fiskiskipa 6.500 tonn
Byggðakvóti Byggðastofnunar 6.584 tonn
Frístundaveiðar 200 tonn
Strandveiðar 11.100 tonn
Línuívílnun 2.025 tonn
Úthlutun skel- og rækjubóta má vænta í næstu viku.
Nánari upplýsingar um úthlutunina er að finna í reglugerð, á gagnasíðum Fiskistofu og í samantekt fiskveiðiáramóta.