12. september 2022
12. september 2022
Aflamarksúthlutun fiskveiðiárið 2022/2023
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2022/2022. Aflamarki er úthlutað á 396 skip í eigu 307 aðila.
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Heildarúthlutun er 321 þúsund þorskígildis tonn sem er lækkun um eitt þorskígildis tonn. Úthlutun í þorski er tæplega 164 þúsund en var rúmlega 175 þorksígildis tonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er rúm 48 þúsund tonn og hækkar um 5 þúsund þorskígildis tonn milli ára.
Aflamarki er úthlutað á 396 skip í eigu 307 aðila. Stærstu tölur úthlutunnar skiptust svona:
Brim hf. 10,26% af heildarúthlutun
Samherji Ísland ehf. 6,78% af heildarúthlutun
FISK Seafood ehf. 6,28% af heildarúthlutun
Þau skip sem fengu mest úthlutað af aflamarki eru þessi:
Sólberg ÓF-1 (2917), 9.565 þorskígildis tonn
Guðmundur í Nesi ER-13 (2626) 7.645 þorskígildis tonn
Ýmsar upplýsingar úthlutunnar
Bátum í krókaflamarkskerfinu fækkar um 25 og eru nú 217
Bátum í aflamarkskerfinu fækkar um tvo á milli ára og eru nú 179
Bátar undir 15 m og 30 btn. fá úthlutað rúmlega 45 þúsund þorskígildis tonnum
Bátar yfir 15 m, 30 btn. fá úthlutað 369 þúsund þorskígildis tonnum
Skel- og rækjubætur
Alls fá 50 bátar úthlutað samanlagt 1.815 þorskígildis tonnum.
Tekið skal fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega.