Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Áfengisframleiðsla í Hafnarfirði

Rannsóknarlögreglumenn á svæðisstöðinni í Hafnarfirði framkvæmdu húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í suðurbæ Hafnarfjarðar í gær vegna gruns um að þar færi fram sala og framleiðsla á áfengi. Við leitina fundust tæki og tól til framleiðslunnar svo og 24 lítrar af landa auk 90 lítra af gambra. Karl á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja áfengið.