Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. október 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir september 2010

Afbrotatölfræði fyrir september hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Nú eru liðnir þrír ársfjórðungar af árinu 2010. Ef litið er til þróunar hegningarlagabrota má sjá að fjöldinn það sem af er ári er svipaður og fjöldi hegningarlagabrota yfir sama tímabil 2008. Brotin voru hins vegar færri í ár en í fyrra. Helst má sjá fækkun í innbrotum, ránum og gripdeildum auk þess sem brot gegn valdstjórninni eru færri. Einnig má nefna að kynferðisbrotin eru færri en yfir sama tímabil í fyrra.

Skýrsluna má nálgast hér.