21. júlí 2009
21. júlí 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir júní 2009
Afbrotatölfræði fyrir júní hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Efnahagsbrot sem kærð voru til ríkislögreglustjóra voru 186 fyrstu 6 mánuði ársins en árið 2008 voru þau samanlagt 223 og 121 árið 2007. Þetta gefur vísbendingu um að brotin geti jafnvel orðið fleiri árið 2009 en þau hafa verið undanfarin tvö ár.
Skýrsluna má nálgast hér.