Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. febrúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatölfræði LRH – fleiri teknir fyrir fíkniefnaakstur

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir janúarmánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Þegar fjöldi brota er borin saman við meðaltal síðustu þriggja mánaða kemur í ljós að hegningarlagabrotum fækkaði um 5%. Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 16% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Innbrotum hefur fækkað um 40% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ofbeldisbrotum hefur fækkað um 10% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði um 58% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Brotum vegna ölvunar við akstur fjölgaði um 11% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Umferðarslysum fjölgaði um 15% á sama tíma. Umferðaróhöppum sem tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna fjölgaði um 50% samanborið við síðustu 3 mánuði. Umferðaróhöppum sem tengjast ölvunarakstri fjölgaði um 50% samanborið við síðustu 3 mánuði.

Skýrsluna má nálgast hér.