22. október 2012
22. október 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir september 2012
Afbrotatíðindi fyrir septembermánuð eru komin út. Þar eru birtar tölur um brot fyrir septembermánuð auk þess sem beint er sjónum að ákveðnum brotaflokk sem hefur verið í umræðunni eða talið er gagnlegt að fjalla um sérstaklega.
Í afbrotatíðindunum er m.a. fjallað um hvernig fjöldi hegningarlagabrota skiptist eftir landsvæðum árið 2011. Stærsti hluti hegningarlagabrota er tilkynntur og skráður hjá höfuðborgarsvæðinu, eða 71%. Fjöldi hegningarlagabrota á Suðurlandi var tæplega 1.800 brot, eða 14% af heildafjölda hegningarlagabrota. Lögregluembætti sem falla undir Norðurland fengu til sín 7% allra tilkynninga um hegningarlagabrot og 5% féll undir Vesturland og Vestfirði. Á Austurlandi voru 245 hegningarlagabrot skráð, eða minna en eitt slíkt brot að meðaltali á dag.
Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.