Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. október 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir september

Gríðarlega mikið magn af e-töflum hefur verið haldlagt það sem af er árinu 2015, eða yfir 213 þúsund stykki og um 24 kg. og er það mesta sem haldlagt hefur verið af e-töflum á einu ári. Eitt mál telur þar mest þar sem lögreglan á Austurlandi haldlagði efnin.

Þegar miðað er við árið í fyrra má sjá að haldlagt hefur verið meira magn af örvandi efnum það sem af er árinu 2015, það er af kókaíni, amfetamíni, e-töflum og metamfetamíni.

Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.