Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. nóvember 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir október 2012

Afbrotatíðindi fyrir októbermánuð eru komin út. Þar eru birtar tölur um brot fyrir októbermánuð auk þess sem í hverjum afbrotatíðindum er beint sjónum að ákveðnum brotaflokki sem hefur verið í umræðunni eða talið er gagnlegt að fjalla um sérstaklega.

Í októbermánuði var sjónum sérstaklega beint að þjófnaðarmálum. Í afbrotatíðindunum októbermánaðar kemur m.a. fram að yfir helmingur þjófnaðarmála voru hnupl (22%), þjófnaður á farsímum (18%) og þjófnaður á reiðhjólum(15%). Þá voru 7% þjófnaða á eldsneyti, 2% þjófnaða á skráningarmerkjum ökutækja og 1% þjófnaðir á ökutækjum. Um 35% þjófnaðarmála féllu undir flokkunina „þjófnaður–annað“ en þar undir falla aðrir þjófnaðir en þeir sem falla undir fyrrgreinda flokka.