21. ágúst 2012
21. ágúst 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir júlí 2012
Afbrotatíðindi fyrir júlímánuð eru komin út. Þar eru birtar tölur um brot fyrir júlímánuð auk þess sem beint er sjónum að ákveðnum brotaflokk sem hefur verið í umræðunni eða talið er gagnlegt að fjalla um sérstaklega.
Í afbrotatíðindunum kemur m.a. fram að um 40% eignaspjalla frá árinu 2011 áttu sér stað um helgar, en stór hluti þeirra var framinn á nóttunni. Flestar tilkynningar til lögreglu um nytjastuld áttu sér hins vegar stað á föstudögum og laugardögum árið 2011, eða um þriðjungur þeirra, flest undir morgun (milli 6 og 12 á hádegi).
Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.