Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. september 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir ágúst

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir ágústmánuð kemur fram að hraðakstursbrot voru rétt tæplega 4.800 talsins í ágúst síðastliðinn, og þar af voru 62% þeirra á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Fjöldi hraðakstursbrota náði hámarki í júní en fæst voru brotin í apríl sl. Frá janúar til ágúst áttu 56% hraðabrota sér stað á sumarmánuðunum; þ.e. í júní, júlí og ágúst.

Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.