Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. febrúar 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra

Afbrotatíðindi fyrir janúarmánuð eru nú komin út. Þar kemur meðal annars fram að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum voru 42 í janúar 2013 sem eru óvenjumörg mál miðað við þróun síðustu ára.

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra á árinu 2013 eru með aðeins öðru sniði en fyrri ár. Umfjöllunin sem birtist efst í afbrotatíðindunum er breytileg, en þar er reynt að bregðast við umræðunni í samfélaginu hverju sinni eða birtar upplýsingar sem taldar eru gagnlegar fyrir almenning. Myndirnar fjórar sem birtast neðst munu hins vegar vera settar fram með sama hætti, en eru uppfærðar í hverjum mánuði.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.