22. apríl 2025
22. apríl 2025
Af páskavaktinni
Að vanda var nóg að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um páskana.

Umferðarmálin voru þar fyrirferðarmikil en fjörutíu og fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur í umdæminu. Hraðakstur var líka áberandi, en grófasta hraðakstursbrotið átti sér stað á Suðurlandsvegi, en þar mældist bíll á 183 km hraða. Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir þennan ofsaakstur.
Þá var tilkynnt um tuttugu og eina líkamsárás, þar af þrjár alvarlegar, og farið var í um tíu útköll vegna heimilisofbeldis. Talsvert var um þjófnaði, en m.a. voru sjö innbrot tilkynnt til lögreglu. Um var að ræða fimm innbrot í fyrirtæki/stofnanir og tvö í geymslur.
Loks má nefna að fjarlægð voru skráningarnúmer af um þrjátíu bílum í umdæminu, en þeir voru ýmist ótryggðir eða óskoðaðir.