21. febrúar 2023
21. febrúar 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Af helgarvaktinni
Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt var um þrettán líkamsárásir og þá var farið í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál í verslunum, auk þess sem brotist var inn í þrjár bifreiðar. Um helgina voru enn fremur höfð afskipti af sjötíu og fimm ökutækjum sem var lagt ólöglega á miðborgarsvæðinu. Þá voru níu umferðarslys tilkynnt til lögreglu á sama tímabili.