Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. október 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Af helgarvaktinni

Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt var um þrettán líkamsárásir, þar af fimm alvarlegar, og þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál, en tilkynnt var átta innbrot í fyrirtæki og geymslur þar sem m.a. var stolið verkfærum. Þá var einni bifreið stolið um helgina.