Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. nóvember 2025

Æfðu samhæfingu sprengjuleitarhunda og sprengjusérfræðinga í Svíþjóð

Fimm sprengjusérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra sóttu vinnustofu á vegum sprengjusveitar sænsku lögreglunnar í Gautaborg dagana 3. – 7. nóvember síðastliðinn.

Fulltrúar frá öllum Norðurlöndum tóku þátt í æfingunni sem gekk mjög vel en þetta er í fyrsta sinn sem vinnustofa sprengjusérfræðinga og sprengjuleitarhunda er haldin saman. Fulltrúar ríkislögreglustjóra fengu hunda lánaða frá norsku lögreglunni í verkefninu.

Markmið vinnustofunnar var að æfa samhæfingu sprengjuleitarhunda og sprengjusérfræðinga. Verkefni æfinganna voru öll byggð á málum sem hafa komið upp í Svíþjóð undanfarin ár.