Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. júní 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aðgerðir gegn mansali

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum og er ákvæðið nú í samræmi við lagaþróun á Norðurlöndum.

Samhliða hefur verið tryggt að þolendur geta leitað og fengið sérhæfða hjálp í gegnum vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Einnig er unnið að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar, undir forystu RLS. Sjá má nánari upplýsingar um aðgerðirnar hér en um er að ræða samstarfsverkefni lögreglu, neyðarlínu og dómsmálaráðuneytis.