Fara beint í efnið

8. september 2023

Aðgerðir Fiskistofu vegna gata á sjókví Arctic Seafarm í Patreksfirði

Fiskistofa hefur nú í vikunni verið með drónaflug yfir veiðiám víða á Vestfjörðum, í öllum ám í Arnarfirði, og við Húnaflóa. Í þeim ám hefur ekki sést mikið magn af fiski sem gæfi tilefni til aðgerða.

fiskistofa-logo-gagnasidur

Dagana 23. -31 ágúst reyndi Arctic Seafarm veiði með 7 netum í Patreksfirði undir stjórn og eftirliti Fiskistofu. Eins og áður hefur verið greint frá veiddust 3 fiskar fyrsta daginn við Ósá. Dagana þar á eftir veiddust 6 fiskar en einn slapp við vitjun í net. Alls veiddust því 8 fiskar í aðgerðinni. Netaveiði hefur verið hætt þar sem þær skiluðu litlum árangri. Beðið er eftir niðurstöðum úr greiningu á erfðaefni þeirra laxa. Fiskistofu er kunnugt um að meintir eldisfiskar hafa veiðst víða í veiðiám og hvetur alla veiðimenn og veiðifélög til að senda inn sýni til Hafrannsóknarstofnunar ef að grunur er um eldiseinkenni.

Niðurstöður drónaflugsins sem farið var í vikunni verða bornar undir sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar og ráðgjafar leitað hvað varðar raunhæfar aðgerðir. Metið verður hvort tilefni sé til að mæla fyrir um að veiði verði reynd í sjó nærri ám eða hvort mælt verði fyrir um veiðar í veiðiám í samráði við veiðifélög eða veiðiréttareigendur.

Fiskistofa getur veitt undanþágu til ádráttarveiði sé talin vera þörf á slíkum aðgerðum í veiðiám.

Jafnframt getur fiskistofa heimilað að fiskistigum sé tímabundið lokað í veiðiám.