Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. apríl 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aðgerðir á Þingvöllum – föstudaginn

Undirbúningur fyrir aðgerðir á Þingvallavatni gengur vel og gott verður á svæðinu. Búið er að koma upp tjaldbúðum í landi vegna aðgerðanna, áætlað er að köfun hefjist upp úr hádeginu. Búið er að setja út pramma sem notaðir verða sem vinnuaðstaða í framkvæmdinni. Flugvélin verður hífð upp undir annan prammann og siglt með hana að landi. Síðan verður rafeindabúnaður fjarlægður úr vélinni áður en hún verður hífð uppá flutningarbíl sem flytur hana í aðstöðu Rannsóknarnefndar samsöguslysa.Að lokinni undirbúningvinnu í morgun var haldinn verkfundur þar sem farið var yfir verkferla dagsins og öryggisþættir vegna aðgerðarinnar sérstaklega yfirfarnir.