20. nóvember 2025
20. nóvember 2025
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu - nýtt THCS kall
Samfjármögnunin umbreyting heilbrigðisþjónustu (Transforming health and care systems) hefur birt kallið Aðgangur að heilbrigðisþjónustu (Access to care). Markmiðið er að fjármagna rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðis- og umönnunarþjónustu.

Heildarfjárveiting til áætlunarinnar eru rúmar 34 milljónir evra og er hún undir hatti Horizon Europe og því styrkt að hluta af Evrópusambandinu. Ísland tekur þátt í kallinu ásamt rúmlega 37 samstarfsaðilum.
Styrkt verkefni eiga að skila nýstárlegum lausnum sem draga úr ójöfnuði í aðgengi heilbrigðisþjónustu og auka skilvirkni heilbrigðis- og umönnunarkerfa. Stuðla að betri forvörnum og um leið bæta lífsgæði almennings og sjúklinga, auk þess að draga úr álagi og kostnaði.
Kallið verður birt 21. nóvember á vef Transforming Health and Care Systems (THCS)
Tímalína og mikilvægar dagsetningar
21 November 2025 | Publication of the call |
10 December 2025, 14:00-16:00 CET | JTC 2026 Information Webinar |
2 February 2026, 14:00 CET | Deadline for submission of pre-proposals |
30 June 2026, 14:00 CEST | Deadline for submission of full-proposals |
September 2026 | Rebuttal phase – Evaluations are sent to applicants for rebuttal |
October 2026 | Final funding recommendation announced to applicants |
Early 2027 | Expected scientific start of funded projects |
Upplýsingafundur um kallið:
Áhugasömum er bent á að þann 10. desember 2025, 13:00-14:30 að íslenskum tíma verður haldinn upplýsingafundur um kallið:
Skráning á upplýsingafund
Leitartæki fyrir samstarfsaðila (Partner search tool):
Ef þú hefur vilt leita að mögulegum samstarfsaðilum geturðu notað sérstakt leitartæki fyrir samstarfsaðila. Þetta verkfæri hjálpar þér að finna möguleika á samstarfi og er hægt að nota á eftirfarandi hátt:
Setja inn samstarfsboð/beiðni
Leita í lista yfir samstarfsboð/beiðnir annarra
Frekari upplýsingar:
Ef þú hefur spurningar um formkröfur (eligibility criteria), vinsamlegast hafðu samband við: helga.s.kristjansdottir@rannis.is
Aðrar fyrirspurnir skal senda á: thcs@zonmw.nl
Kynningarmyndband um kallið: