29. janúar 2008
29. janúar 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna
Lögreglumenn á svæðisstöðinni í Grafarvogi minna foreldra og forráðamanna barna í hverfinu á útivistarreglunar og hvetja alla til að fara eftir þeim. Þetta kemur fram í bréfi sem svæðisstjórinn og hverfislögreglumaðurinn hafa skrifað en í því er einnig vikið að áfengisneyslu, skemmdarverkum og hnupli.
Lögreglumennirnir minna líka á að börnin læra það sem fyrir þeim er haft og segja að foreldrarnir séu í aðalhlutverki þegar fyrirmyndir eru annars vegar. Ábyrgð þeirra sé því mikil þegar kemur að reglum, viðhorfum og hegðun.
Bréf lögreglunnar í Grafarvogi má lesa með því að smella hér.