Fara beint í efnið

15. júlí 2022

Áætlaðar hlutdeildir í sandkola á norðursvæði

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní sl. er mælt fyrir um að endurreikna skuli hlutdeild í sandkola þannig að 85% skuli miða við skráðar aflahlutdeildir fiskiskipa í sandkola við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023 og 15% skuli miðast við veiðireynslu fiskiskipa á sandkola norðursvæði fiskveiðiárin 2019/2020, 2018/2019 og 2017/2018.

Fiskistofa logo

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní sl. er mælt fyrir um að endurreikna skuli hlutdeild í sandkola þannig að 85% skuli miða við skráðar aflahlutdeildir fiskiskipa í sandkola við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023 og 15% skuli miðast við veiðireynslu fiskiskipa á sandkola norðursvæði fiskveiðiárin 2019/2020, 2018/2019 og 2017/2018.

Í meðfylgjandi skjali má sjá samantekt af löndun sandkola á norðursvæði á viðmiðunartímanum og reiknað hefur verið hversu mikið hlutfall veiðireynslan er af norðursvæðinu, þ.e. 15% og hversu mikið sú veiðireynsla telur þegar miðað er við fiskveiðilandhelgina í heild (100%). Ekki hefur verið reiknað út hvernig hlutdeildirnar sem núna eru á skipunum munu breytast..

Fiskistofa beinir því til útgerðaraðila skipa sem eru með veiðireynslu í sandkola á norðursvæði á viðmiðunartímabilinu að fara yfir löndunartölur og hlutdeilda útreikningana í meðfylgjandi skjali og senda inn athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is ef einhverjar eru fyrir 1. ágúst nk.

Rétt er að taka fram að einungis er verið að skoða veiðireynslu á norðursvæði og væntanlega hlutdeild sem byggir á viðmiðunartímabilinu. Þannig er ekki tekið tilliti til þeirra hlutdeilda sem nú þegar eru á skipum í sandkola á suðursvæði.