Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. apríl 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Á vaktinni

Lögreglan verður á vaktinni alla helgina, jafnt í Hafnarfirði sem annars staðar. Þess má geta að „Bærinn í hrauninu“ fékk kaupstaðarréttindi árið 1908, íbúar voru þá innan við 1500 en eru í kringum 30 þúsund í dag. Hafnarfjörður hefur lengi þótt í hópi fegurstu bæja landsins og það með réttu.

Á myndinni eru tvær af okkur góðu lögreglukonum staddar við Flensborgarhöfn, en í bakgrunni má sjá ýmiss þekkt kennileiti þeirra gaflara ef að er gáð.