8. mars 2016
8. mars 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Á tvöföldum hámarkshraða
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á ferð eftir Reykjanesbraut og mældist á 134 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Annar ók á rúmlega tvöföldum leyfilegum hraða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann mældist á 62 km. hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. á klukkustund.
Þá töluðu nokkrir í síma án handfrjáls búnaðar og reyndist einn þeirra að auki vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Sá neitaði að gefa sýni á lögreglustöð og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Loks höfðu margir lagt bifreiðum sínum með ólöglegum hætti, fáeinir óku án ökuréttinda og skráningarnúmer voru fjarlægð af þeim bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.