26. janúar 2012
26. janúar 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Á sumardekkjum um hávetur
Snjórinn heldur áfram að gera bíleigendum lífið leitt en í gær aðstoðaði lögreglan fjölmarga ökumenn sem sátu fastir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vakti að í allnokkrum tilvikum var um að ræða bíla sem voru búnir sumardekkjum. Það verður að teljast heldur mikil bjartsýni að ætla sér að komast leiðar sinnar með slíkan búnað undir bílnum við þær aðstæður sem nú eru í umdæminu. Vegna þessa ítrekar lögreglan það við ökumenn að þeir leggi ekki af stað á vanbúnum bílum.