Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. júlí 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Á nagladekkjum um hásumar

Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur í Hafnarfirði í gærmorgun en bíllinn hans var enn á nagladekkjum. Slíkt er með öllu óheimilt á þessum árstíma og því ber viðkomandi að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk. Pyngjan hans mun því léttast um 20 þúsund krónur en ökumaðurinn bar því við að sumardekkin væru í skottinu og það ætti bara eftir að setja þau á.

Þess má geta að umræddur ökumaður hefur áður verið staðinn að því að aka um á nagladekkjum um hásumar en vonandi lætur hann sér núna segjast og skiptir framvegis út nagladekkjunum á réttum tíma.