Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. september 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Á meir en tvöföldum hámarkshraða

Ökumaður mældist á 64 km. hraða í gærkvöld, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem hámarkshraði er 30 km. á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í þrjá mánuði, auk þess að fá sekt upp á 45.000 krónur og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Auk hans hafa sex ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.