Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. september 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Á 162 kílómetra hraða

Einn nokkurra ökumanna, sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina ók á 162 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ökumaðurinn, sem er vel innan við tvítugt þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Að auki var hann með bráðabirgðaskírteini sem hann var sviptur og ökuskírteinið fær hann ekki aftur fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið og tekið ökuprófið að nýju.

Þá hafði lögregla afskipti af fáeinum til viðbótar sem ýmist óku undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða sviptir ökuréttindum.