Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Á 159 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Ökumaður, sem ók Reykjanesbrautina um helgina, mældist á 159 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hans bíður 140 þúsund króna fjársekt, svipting ökuleyfis í tvo mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Fleiri ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur en þeir fóru sér nokkru hægar heldur en sá ofangreindi.

Þá voru allmargir ökumenn staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu eða leggja ólöglega.