2. maí 2014
2. maí 2014
Vinna við valkostagreiningu og forsenduskýrslu
Vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026 miðar vel og er nú fyrsta áfanga vinnunnar lokið þ.e. lýsingu landsskipulagsstefnu. Hafin er vinna við greiningu forsendna, valkosta og mat á umhverfisáhrifum.
Vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026 miðar vel og er nú fyrsta áfanga vinnunnar lokið þ.e. lýsingu landsskipulagsstefnu. Hafin er vinna við greiningu forsendna, valkosta og mat á umhverfisáhrifum. Faghópar Skipulagsstofnunar hafa á síðustu vikum unnið að því að móta tillögur að valkostum fyrir Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem verða metnir með tilliti til umhverfisáhrifa. Faghóparnir leggja þar til grundvallar m.a. skjöl úr fyrra ferli, drög að forsenduskýrslu LSK 2015-2026 og afrakstur vinnu samráðsvettvangs í febrúar og mars síðastliðnum. Samhliða þessari vinnu er unnið að forsenduskýrslu þar sem gerð er grein fyrir stöðu og þróun skipulagsmála og stefnu stjórnvalda sem lögð er til grundvallar landsskipulagsstefnunni. Í forsenduskýrslunni er unnið með raunþróun og stöð þeirra mælikvarða sem skilgreindir voru í Lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026 en einnig verða þeir nýttir til eftirfylgni stefnunnar.