Fara beint í efnið

27. nóvember 2019

Viðgerð lokið á Heklu-heilbrigðisneti

Eðlileg virkni er komin á Heklu-heilbrigðisnet, lyfjagátt og Heilsuveru

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Eðlileg virkni er komin á Heklu-heilbrigðisnet, lyfjagátt og Heilsuveru. Alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13:00 í dag, en um leið og vandamálið kom upp hófu sérfræðingar Advania og Origo að vinna að úrlausn málsins.

Engar rafrænar upplýsingar glötuðust meðan Hekla og lyfjagátt lágu niðri. Við tekur greining á orsök vandans í því skyni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur.

Embætti landlæknis á og rekur Heklu-heilbrigðisnet en hýsir kerfið hjá Advania. Origo þróar og þjónustar kerfið. Þessir aðilar munu kappkosta við að komast að rót vandans.

Embætti landlæknis þakkar heilbrigðisstarfsfólki og öðrum notendum þolinmæðina og biðst afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið í dag.

landlæknir