4. nóvember 2019
4. nóvember 2019
Vel heppnaður fræðsludagur um bólusetningar barna
Fjallað var um ýmsa fleti bólusetninga á vel heppnuðum fræðsludegi sóttvarnalæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um bólusetningar barna.
Fjallað var um ýmsa fleti bólusetninga á vel heppnuðum fræðsludegi sóttvarnalæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um bólusetningar barna. Fullbókað var á fræðsludaginn og mættu um 190 heilbrigðisstarfsmenn af öllu landinu á þingið sem haldið var á Hótel Reykjavík Natura þann 30. október sl. Fræðsludagurinn er haldinn árlega í tengslum við Fræðadaga heilsugæslunnar.
Ragnheiður Bachmann ljósmóðir og Ásgeir Haraldsson prófessor í barnalækningum fjölluðu um mikilvægi bólusetninga á meðgöngu við inflúensu og kikhósta. Farið var yfir ýmsar ráðleggingar sóttvarnalæknis um bólusetningar, auk þess sem tekinn var saman árangur úrbóta í skráningu barnabólusetninga undanfarið ár og rætt um verklag og áskoranir við skólabólusetningar.
Sóttvarnalæknir
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu