12. ágúst 2021
12. ágúst 2021
Vegna COVID-19 bólusetningavottorða með örvunarskammti
Í ljós er komið að rafræn bólusetningavottorð vegna COVID-19 bólusetninga endurreikna gildistíma út frá síðasta skammti þótt það sé örvunarskammtur sem ekki er ætlunin að ógildi grunnbólusetningu. Unnið er að lagfæringu á þessu og verður tilkynnt þegar þetta er komið í lag svo þeir sem á þurfa að halda geti sótt sér nýtt skírteini.
Í ljós er komið að rafræn bólusetningavottorð vegna COVID-19 bólusetninga endurreikna gildistíma út frá síðasta skammti þótt það sé örvunarskammtur, sem ekki er ætlunin að ógildi grunnbólusetningu. Unnið er að lagfæringu á þessu og verður tilkynnt þegar þetta er komið í lag, svo þeir sem á þurfa að halda geti sótt sér nýtt skírteini.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að hefja áætlanagerð vegna skráningar örvunarskammta í evrópsk vottorð með QR kóða og þangað til niðurstaða er komin um það verða íslensku vottorðin ekki með örvunarskömmtunum sýnilegum. Örvunarskammtar munu þó koma fram í bólusetningayfirliti Heilsuveru.
Sóttvarnalæknir