Fara beint í efnið

12. ágúst 2021

Varðandi umræðu um skoðun vottorða komufarþega á landamærum

Vegna þessarar umræðu þá er rétt að árétta það sem kom fram í viðtali við sóttvarnalækni á RÚV í dag að mikilvægt er út frá sóttvarnasjónarmiðum að öll vottorð séu skoðuð annað hvort við byrðingu erlendis eða við komuna hingað til lands. Best væri ef hægt væri að skoða vottorðin á báðum stöðum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í dag hefur verið töluverð umræða á fréttamiðlum um skoðanir vottorða komufarþega á landamærunum en um skoðun þeirra er fjallað í reglugerð nr. 747/2021.

Vegna þessarar umræðu þá er rétt að árétta það sem kom fram í viðtali við sóttvarnalækni á RÚV í dag að mikilvægt er út frá sóttvarnasjónarmiðum að öll vottorð séu skoðuð annað hvort við byrðingu erlendis eða við komuna hingað til lands. Best væri ef hægt væri að skoða vottorðin á báðum stöðum.

Að mati sóttvarnalæknis er forsenda þess að skoðun vottorða á landamærum fari fram með slembiúrtaki sú, að vottorðin hafi verið skoðuð á fullnægjandi hátt við byrðingu skv. leiðbeiningum.

Sóttvarnalæknir