Fara beint í efnið

12. mars 2019

Utanspítalaþjónusta með áherslu á sjúkraflutninga - norræn skýrsla

Komin er út skýrsla norræns samstarfshóps varðandi utanspítalaþjónustu með áherslu á sjúkraflutninga.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Komin er út skýrsla norræns samstarfshóps varðandi utanspítalaþjónustu með áherslu á sjúkraflutninga. Fulltrúi Embættis landlæknis í hópnum var Leifur Bárðarson fyrrverandi sviðsstjóri en Bergur Stefánsson og Viðar Magnússon yfirlæknar bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa voru til ráðgjafar fyrir Íslands hönd í verkefninu.

Er þetta í fyrsta sinn sem skýrsla hefur verið tekin saman um þetta efni á Norðurlöndum en sífellt stærri hluti veittrar heilbrigðisþjónustu færist nú út fyrir veggi sjúkrahúsa og því er málaflokkurinn mikilvægari en nokkru sinni.

Markmiðið með vinnu hópsins var að skilgreina feril notenda utanspítalaþjónustu, skilgreina hugtök sem notuð eru við gagnasöfnun og loks skilgreindi hópurinn þrettán sameiginlega gæðavísa fyrir löndin, safnaði gögnum og bar saman.Helstu niðurstöður eru að nú hefur verið skilgreindur ferill notenda utanspítalaþjónustu og skilgreindir hafa verið gæðavísar sem nota má til samanburðar á þessari þjónustu. Þá skilgreindi hópurinn hvar skórinn kreppir í gagnasöfnun varðandi málaflokkinn og hverjar væru helstu áskoranir fyrir Norðurlöndin.