14. apríl 2021
14. apríl 2021
Upplýsingar varðandi starfsleyfi og bólusetningar heilbrigðisstarfsmanna
Embætti landlæknis vekur athygli á því að reglugerð nr. 401/2020, sem fellur úr gildi 1. maí nk., gildir um þá einstaklinga sem útskrifuðust með menntun sem heilbrigðisstarfsmenn en hafa ekki sótt um starfsleyfi. Þeir þurfa að sækja um starfsleyfi til embættis landlæknis og skila inn gögnum sem staðfesta menntun þeirra ásamt gögnum um endurmenntun, sem getur verið vottorð um starf á sviðinu eða námsskeiðsgögn.
Embætti landlæknis vekur athygli á því að reglugerð nr. 401/2020, sem fellur úr gildi 1. maí nk., gildir um þá einstaklinga sem útskrifuðust með menntun sem heilbrigðisstarfsmenn en hafa ekki sótt um starfsleyfi. Þeir þurfa að sækja um starfsleyfi til embættis landlæknis og skila inn gögnum sem staðfesta menntun þeirra ásamt gögnum um endurmenntun, sem getur verið vottorð um starf á sviðinu eða námsskeiðsgögn.
Allir sem þegar hafa fengið útgefið starfsleyfi halda því leyfi!
Fyrirspurnir berast einnig vegna þess að heilbrigðisstarfsmenn hafa fengið boð um bólusetningu gegn Covid19.
Hægt er að skoða hvort einstaklingur sé með starfsleyfi á vef embættisins undir Starfsleyfaskrá.
Embættið minnir á tilmæli sóttvarnalæknis frá 6. apríl sl. um bólusetningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem ekki sinna sjúklingum með beinum hætti.
Leyfisveitingateymi netfang: starfsleyfi@landlaeknir.is