8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
Uppbygging Landspítala: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Uppbygging Landspítala: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu er yfirskrift málþings sem verður haldið á Reykjavík Hótel Natura þriðjudaginn 12. nóvember 2019, kl. 15:00-17:00.
Uppbygging Landspítala: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu er yfirskrift málþings sem verður haldið á Reykjavík Hótel Natura þriðjudaginn 12. nóvember 2019, kl. 15:00-17:00.
Fimm ár er liðin frá stofnfundi samtakanna Spítalinn okkar og er af því tilefni efnt til málþingsins. Litið verður yfir farinn veg en fyrst og fremst horft til framtíðar og þeirra tækifæra sem nýtt þjóðarsjúkrahús hefur í för með sér fyrir starfsemi Landspítala og heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Á málþinginu flytur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarp, Alma D. Möller landlæknir fjallar um nýtt þjóðarsjúkrahús og framtíð heilbrigðisþjónustu og Sigríður Gunnardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, fjallar um menntun og vísindi til framtíðar.
Sérstakur gestur málþingsins verður Charlotta Tönsgård, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans „Kind App“ sem er nútíma samskiptaleið til að miðla þekkingu til notenda heilbrigðisþjónustu og milli starfsfólks. Appið nýtur aukinna vinsælda víða um heim.
Nánar á vef Landspítalans