Fara beint í efnið

14. febrúar 2019

Tveir tóbakslausir bekkir unnu húfur frá 66°Norður

Dregnir hafa verið út aukavinningar í verkefninu Tóbakslaus bekkur sem fer fram árlega meðal nemenda í 7., 8., og 9. bekk á landinu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Dregnir hafa verið út aukavinningar í verkefninu Tóbakslaus bekkur sem fer fram árlega meðal nemenda í 7., 8., og 9. bekk á landinu.

Að þessu sinni duttu tveir bekkir í lukkupottinn, Hörðuvallaskóli, 7. Ú og Lágafellsskóli 7. AB. Nemendur vinningsbekkjanna og kennarar þeirra unnu húfur frá 66°Norður.

Fleiri eiga möguleika á að vinna.

Annar útdráttur aukavinninga verður 28. mars 2019. Þá verða fleiri bekkir dregnir út sem fá 66°N húfur í verðlaun.

Sendið okkur undirritaðan samning og reglulegar staðfestingar.

Við viljum hvetja alla bekki sem ekki hafa sent inn undirritaðan samning til að gera það sem fyrst. Við minnum einnig á að nauðsynlegt er að senda fimm sinnum yfir tímabilið staðfestingarnar á að bekkurinn sé tóbakslaus.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna
netfang: vidar@landlaeknir.is