14. maí 2018
14. maí 2018
Tóbakslaus bekkur lokaverkefni 2017-2018. Úrslit
Samkeppninni Tóbakslaus bekkur - meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið skólaárið 2017-18 er lokið og liggja úrslit fyrir.
Samkeppninni Tóbakslaus bekkur, meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið skólaárið 2017-18, er lokið og liggja úrslit fyrir.
Samtals 240 bekkir víðs vegar um landið tóku að þessu sinni þátt í keppninni.
Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru húfur en auk þess fengu allir þátttakendur sundpoka að gjöf.
Úrslit
Tíu bekkir frá átta skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild.
Eftirtaldir bekkir hljóta verðlaun:
Áslandsskóli
7.SL
Hafnarfjörður
Breiðagerðisskóli
7.HL
Reykjavík
Glerárskóli
8.SM
Akureyri
Grunnskóli Reyðarfjarðar
9. bekkur
Reyðarfjörður
Hrafnagilsskóli
7. bekkur
Eyjafjarðarsveit
Langholtsskóli
7.GJJ
Reykjavík
Langholtsskóli
7.HS
Reykjavík
Langholtsskóli
7.IS
Reykjavík
Myllubakkaskóli
8.ÍH
Reykjanesbær
Varmahlíðarskóli
9. bekkur
Varmahlíð
Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum þurftu nemendur bekkjanna að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Nánari útfærsla var ekki skilgreind til að þrengja ekki hugmyndir að verkefnum en beðið var um að þeim væri skilað á rafrænu formi.
Við gerð margra verkefna var leitað út fyrir skólastarfið og þannig stuðlað að samvinnu, miðlun og öflun þekkingar um skaðsemi tóbaksnotkunar.
Mörg áhugaverð verkefni bárust og má sem dæmi nefna leiknar stuttmyndir, fræðslufyrirlestra, frumsamin lög og veggspjöld.
Embætti landlæknis óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum kennurum og nemendum fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.
Viðar Jensson, verkefnisstjóri