Fara beint í efnið

11. mars 2021

Tímabundin frestun á bólusetningum með bóluefni Astra Zeneca hér á landi

Sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum með COVID bóluefni frá Astra Zeneca meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu bóluefni við blóðtappa.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum með COVID bóluefni frá Astra Zeneca meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar, með þessu bóluefni, við blóðtappa.

Ekki hefur verið tilkynnt um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með Astra Zeneca bóluefni hér á landi. Frumathugun Lyfjastofnunar Evrópu á tilvikum í Austurríki benti ekki til að um tengsl við bólusetningu væri að ræða. Þar sem tilvikum hefur verið lýst í fleiri löndum og athugun á þeim ekki lokið er rétt að bíða með frekari notkun bóluefnisins í nokkra daga þar til þær niðurstöður liggja fyrir.

Sóttvarnalæknir