10. nóvember 2020
10. nóvember 2020
Tilkynning frá landlækni vegna valkvæðra skurðaðgerða
Eins og kunnugt er var Landspítali settur á Neyðarstig í kjölfar hópsmits á Landakoti. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum sem geta beðið, yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu*.
Eins og kunnugt er var Landspítali settur á Neyðarstig í kjölfar hópsmits á Landakoti. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum sem geta beðið, yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu.
Staðan innan Landspítala er enn alvarleg en heldur hefur hægst um. Í ljósi þess hefur nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telja óhætt að hefja valaðgerðir á ný en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir.
Því hefur landlæknir lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi og mun sú ákvörðun taka gildi á morgun miðvikudag, 11. nóvember 2020. Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar.