31. júlí 2019
31. júlí 2019
Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi 2018 betri en undanfarin ár
Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2018 sem birt hefur verið á vefsíðu Embættis landlæknis.
Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2018 sem birt hefur verið á vefsíðu Embættis landlæknis.
Eins og fram kemur í skýrslunni þá var þátttaka í ung- og smábarnabólusetningum á árinu 2018 mun betri en skráð þátttaka í sömu bólusetningum hafði verið árin á undan og þátttaka árganga sem fjallað var um í skýrslunni sem gefin var út í fyrra hefur nú lagast töluvert. Þátttaka er nú hvergi undir 90% fyrir 12 mánaða, 18 mánaða eða 4 ára bólusetningar, en því miður nær hún ekki 95% fyrir mislingabólusetningu 18 mánaða barna.
Mislingafaraldur hérlendis sl. vetur var þörf áminning um nauðsyn þess að halda góðri þátttöku í bólusetningum hérlendis. Þátttaka yngstu árganganna í mislingabólusetningum er víða undir 95% og er hætt við að faraldur geti komið upp ef smit berst inn á leikskóla þar sem nokkur hópur óbólusettra barna kemur saman. Lítil hætta er þó á stórum mislingafaraldri í samfélaginu almennt, þar sem þátttaka eldri árganga er um og yfir 95%.
Sóttvarnalæknir