12. febrúar 2018
12. febrúar 2018
Stuðningsnet sjúklingafélaga stofnað
Á stofnfundi Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem var haldinn nýlega flutti Birgir Jakobsson, landlæknir ávarp þar sem hann meðal annars undirstrikaði mikilvægi þess að sjúklingar væru virkir þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu.
Á stofnfundi Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem var haldinn nýlega flutti Birgir Jakobsson, landlæknir ávarp þar sem hann meðal annars undirstrikaði mikilvægi þess að sjúklingar væru virkir þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu. Í því felst m.a. að leita eftir stuðningi jafningja í gegnum Stuðningsnet sjúklingafélaganna (studningsnet.is).
Stuðningsnetið býður sjúklingum og aðstandendum þeirra samtal við stuðningsfulltrúa sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu og því öðlast skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálf/ur.
Að stuðningsnetinu standa á annan tug stærstu sjúklingafélaga landsins og er þjónustan án endurgjalds fyrir skjólstæðinga. Bóka má þjónustuna eða sækja um stuðningsfulltrúanám á síðunni studningsnet.is. Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.