Fara beint í efnið

15. júlí 2019

Staðfest E. coli sýking hjá tveimur börnum í dag

Í dag 15.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá tveimur börnum en 37 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Börnin eru tveggja og 11 ára gömul. Sýkingar barnanna tengjast neyslu íss í Efstadal fyrir 4. júlí.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í dag 15.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá tveimur börnum en 37 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Börnin eru tveggja og 11 ára gömul.

Sýkingar barnanna tengjast neyslu íss í Efstadal fyrir 4. júlí.

Þrjú börn eru nú inniliggjandi á barnaspítalanum og er ástand þeirra stöðugt. Öll börnin verða áfram í eftirliti hjá læknum barnaspítalans.

Alls hafa því 19 börn verið greind með E. coli sýkinguna en beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu.

Sóttvarnalæknir