Fara beint í efnið

21. apríl 2021

Skylda til að dvelja í sóttvarnahúsi í sóttkví eða einangrun við komu til landsins

Stjórnvöld kynntu í gær 20. apríl hertar aðgerðir á landamærum vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 faraldursins erlendis.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Stjórnvöld kynntu í gær 20. apríl hertar aðgerðir á landamærum vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 faraldursins erlendis. Heilbrigðisráðherra lagði í kjölfarið fram frumvarp sem er til umfjöllunar á Alþingi til breytinga á sóttvarnalögum. Þar er m.a. fjallað um heimild til að skylda ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði til að dvelja í sóttvarnarhúsi á meðan sóttkví eða einangrun stendur. Þetta myndi gilda jafnt fyrir ríkisborgara og íbúa Íslands sem og aðra.

Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er allt landið miðað við það svæði þar sem nýgengi er hæst. Ef fullnægjandi upplýsingar um nýgengi smita liggja ekki fyrir um svæði getur það talist hááhættusvæði. Almennt er miðað við að listinn verði uppfærður í samræmi við upplýsingar frá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) á tveggja vikna fresti en fyrr að gefnu tilefni.

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá skyldu um dvöl í sóttvarnarhúsi sýni ferðamaður fram á með fullnægjandi hætti að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum. Umsókn um undanþágu skal hafa borist sóttvarnalækni a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Ef smittíðni er yfir tilteknum mörkum verður ekki heimilt að veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnarhúsi. Nánar verður tilkynnt um það ferli síðar þegar reglugerð liggur fyrir.

Eins og áður getur ferðamaður sem kemur frá landi með smittíðni sem er lægri óskað eftir að vera í sóttvarnarhúsi eða verið gert skylt að dvelja þar hafi hann ekki viðunandi húsnæði.

Eftirfarandi er tafla yfir lönd, sem dæmi, þar sem tilkynnt smittíðni er yfir 750 ný tilfelli á 100.000 íbúa á 14 daga tímabili skv. gögnum frá Sóttvarnastofnun Evrópu frá 15. apríl (vika 14).

Land

Smittíðni >1000*

Land

**Smittíðni

750–1000***

Bermúda

1246

Andorra

960

Curaco

2203

Barein

889

Frakkland

1285

Króatía

846

Ungverjaland

1078

Kýpur

774

Holland

1035

Eistland

770

Pólland

1429

Ítalía

784

San Marínó

1759

Litháen

840

Úrúgvæ

1370

Jórdanía

819

Serbía

819

Svíþjóð

771

Tyrkland

771

*Ný tilfelli COVID-19 á 100.000 íbúa á 14 daga tímabili. Miðað er við svæði lands þar sem nýgengi er hæst.Athugið að þessi listi gæti breyst eftir umfjöllun á Alþingi og í samræmi við reglugerð og hér eru ekki með þau lönd þar sem upplýsingar eru ófullnægjandi.

Gögn:

Sóttvarnalæknir