Fara beint í efnið

27. apríl 2021

Skilgreining flug- og skipaáhafna í forgang vegna COVID-19 bólusetningar

Flug- og skipaáhafnir sem þurfa að dvelja erlendis vegna sinna starfa lengur en sólarhring í senn munu fá bólusetningu með hópi 8.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Flug- og skipaáhafnir sem þurfa að dvelja erlendis vegna sinna starfa lengur en sólarhring í senn munu fá bólusetningu með hópi 8.

Fyrirtæki í rekstri á þessum vettvangi eru beðin um að taka saman lista yfir starfsmenn sem þetta á við um í samræmi við eftirfarandi:

  • Listi skal settur upp í Excel þar sem fram kemur

    • Kennitala

    • Nafn til staðfestingar á réttri kt.

    • Gsm símanúmer til að taka við sms boði

    • Póstnúmer til staðsetningar á landinu fyrir boð frá réttri heilsugæslu

    • Lista á að senda til:

      • Heilsugæslu í umdæmi þar sem fyrirtæki er staðsett (hafa þarf samband við viðkomandi heilsugæslu símleiðis til að fá heppilegt netfang uppgefið)

      • EÐA (ef starfsmenn eru búsettir víðsvegar á landinu) til verkefnastjóra COVID-bólusetninga hjá sóttvarnalækni eða annars tengiliðar fyrirtækis hjá sóttvarnalækni

Starfsmenn fyrirtækja sem eru í rekstri hér á landi geta ekki sjálfir skráð sig í þessa hópa. Starfsmenn erlendra fyrirtækja sem eru búsettir hér á landi geta sent sóttvarnalækni erindi í gegnum mottaka@landlaeknir.is ef þeir hafa ekki nú þegar tengilið hjá sóttvarnalækni.

Sóttvarnalæknir mun hafa samband við tengiliði sína og Samgöngustofnun til að tryggja að þessi skilaboð berist til aðila sem þau varða.

Sóttvarnalæknir