13. mars 2020
13. mars 2020
Samkomubann sett á vegna COVID 19
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun þá ákvörðun að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01.
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun þá ákvörðun að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01.
Samkomubannið gildir um viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum.
Sjá nánari leiðbeiningar um samkomubannið á covid.is