30. ágúst 2018
30. ágúst 2018
Ráðstefna Embættis landlæknis um heilsueflandi skólastarf
Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi er yfirskrift ráðstefnu sem Embætti landlæknis stendur fyrir í dag, föstudaginn 31. ágúst frá kl. 8:00-16:00 á Hilton Hótel Nordica.
Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi er yfirskrift ráðstefnu sem Embætti landlæknis stendur fyrir í dag, föstudaginn 31. ágúst frá kl. 8:00-16:00 á Hilton Hótel Nordica. Streymt er frá ráðstefnunni fyrir hádegi,
Ráðstefnan hefst með ávarpi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Þá munu erlendir jafnt sem innlendir sérfræðingar á sviði mennta- og heilbrigðismála flytja erindi. Að þeim loknum verður boðið upp á hagnýtar vinnustofur sem stuðla að vellíðan fyrir alla. Fundarstjóri verður Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Uppselt er á ráðstefnuna og munu yfir 300 manns taka þátt.
Fjölbreyttar leiðir og áherslur með jákvæðni að leiðarljósi
Áskoranir í lífi barna og ungmenna eru margvíslegar í flóknu umhverfi samtímans. Vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt lækkandi hamingju kalla á breyttar áherslur til að bæta heilsu og líðan í skólastarfi. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar sem lagt hafa áherslu á jákvæða menntun fjalla um hvernig hægt er að innleiða uppbyggjandi aðferðir í skólastarfi sem stuðla að jákvæðum tengslum nemenda og kennara, góðum skólabrag og vellíðan í skóla.
Nánari upplýsingar veita:
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis, dora@landlaeknir.is
Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi grunnskóla, ingibjorg@landlaeknir.is
Jenný Ingudóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi leikskóla, jenny@landlaeknir.is
Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi framhaldsskóla, sh@landlaeknir.is