Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. mars 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ráð til foreldra langveikra barna og ungmenna

Ráð til foreldra langveikra barna og ungmenna

Embætti landlæknis hefur tekið saman góð ráð vegna COVID-19 til þeirra sem eiga langveik börn og ungmenni. Með ráðleggingunum er vonast til að foreldrar geti skipulagt umhverfi sitt miðað við þær aðstæður sem eru uppi vegna COVID-19, hvaða viðbragða er hægt að grípa til og hverju ber að fylgjast með þegar kemur til þess að huga að langveikum einstaklingum. Í ráðleggingunum eru eftirfarandi spurningum meðal annars svarað: Hvað er COVID-19? Hvaða börn og ungmenni eru í sérstakri hættu? Hvað á ég að gera ef barnið mitt er í áhættuhópi?